Hvað er að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Alcan? 20. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun