Kristniboðsskipunin í skólum 20. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun