Kristniboðsskipunin í skólum 20. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í síðasta mánuði frá mótmælum Siðmenntar vegna Vinaleiðar, „kristilegrar sálgæslu" í grunnskólum, á þeim forsendum að þar væri um óeðlileg tengsl skóla og kirkju að ræða. Í fréttinni hafnaði Karl Sigurbjörnsson biskup því að um trúboð væri að ræða. Síðan hefur verið margbent á og vitnað til starfsemi djáknans í Mosfellsbæ, brautryðjanda Vinaleiðar til sjö ára, sem tekur af allan vafa um að Vinaleiðin er klárt trúboð í skólum. En Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu, hefur nú ítrekað afneitun biskupsins í þrígang. Í Morgunblaðinu 21. október sagði hann um Vinaleiðina: „Hún er þjónusta við náungann en ekki boðun." Hinn 5. nóvember sagði hann á sama stað: „Þjóðkirkjan gerir skýran greinarmun á boðun trúar annars vegar og þjónustu eða fræðslu hins vegar." Og 14. nóvember birtir hann nýjar „siðareglur" Vinaleiðar á vef kirkjunnar þar sem segir: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun." Af þessu tilefni er fróðlegt að skoða hvað kirkjunnar menn segja um trúboð. Ragnar Gunnarsson ætti að þekkja það því hann er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins og hefur starfað sem kristniboði, kennari og „skólaprestur". Á vef kirkjunnar segir hann: „Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Orð Guðs er boðað í guðsþjónustum, í barna og æskulýðsstarfi, helgistundum - og reyndar á boðunin að umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Hún hefur það hlutverk hér í heimi að boða Jesú Krist og að vitna um kærleika hans. Þannig stundar þjóðkirkjan boðunarstarf eða trúboð hér heima." „Kristniboð er oft notað um boðun kirkjunnar í öðru samfélagi … Trúboð er oft notað um það sama, en af mörgum einskorðað við þýðingu á orðinu „evangelism", sem er boðandi starf í nánasta umhverfi. Íslensku orðin skýra sig sjálf. Að boða trú, að boða kristni." „Við þurfum kænsku, djörfung, visku og kærleika til að flytja boðin áfram…" Það virðist erfitt að samræma orð Halldórs og Ragnars og því er ekki úr vegi að skoða ályktun Kirkjuþings nú í októberlok því Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Vinaleiðin fellur undir svokallaða „kærleiksþjónustu" kirkjunnar. Um hana segir kirkjuþingið: „Tilgangur kærleiksþjónustunnar er að miðla kristinni trú í verki með umhyggju og nærveru." „Kærleiksþjónusta kirkjunnar felst í því að mæta fólki í Krists stað, í nafni og umboði Jesú Krists." Kærleiksþjónustan „er guðsþjónusta hins daglega lífs". „Kærleikurinn er hinn rauði þráður í boðskap Krists. Kærleiksþjónustan skarast því við öll önnur hlutverk kirkjunnar. Um skyldur gagnvart náunganum sagði Jesús: „Það allt, sem þér gjörðuð einum mínum minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér" (Matt. 25.40). Við erum erindrekar Krists, sbr. Kristniboðsskipunina (Matt. 28.18-20)." Í þessari kristniboðsskipun segir: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Kirkjunnar menn tala tungum … tveim. Kærleiksþjónustan miðlar kristinni trú og er rekin samkvæmt kristniboðsskipuninni en er ekki boðun. Boðun umvefur og merkir allt starf kirkjunnar en er ekki hluti af starfi presta og djákna í skólum. Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, segir málsháttur frá 19. öld en í heiðni var orðheldni og drengskapur í hávegum hafður. Kænska er eitt en óheiðarleiki annað. Í Hávamálum má líka lesa mikið um gildi vináttunnar, en hennar er ekki getið í Nýja testamentinu. Ég er viss um að mat réttsýnna manna á málflutningi kirkunnar í Vinaleiðamálinu verður samhljóma Hávamálum: „Tunga er höfuðs bani." Í lögum Ásatrúarfélagsins kemur fram að trúboð er óþarft, það þykir óþurftarverk. Af ofansögðu fæ ég því ekki betur séð en að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti en sem foreldri geri ég þá kröfu til opinberra skóla að þeir séu hlutlausir í trúmálum.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar