Ávinningurinn af samráði ótvíræður 18. nóvember 2006 08:30 Tankar olíufélaganna Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum fer fram 22. nóvember. fréttablaðið/e.ól Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira