Kaupmáttur eftir skatta og eldri borgarar 16. nóvember 2006 05:00 Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar