Reikningurinn hinum megin 1. nóvember 2006 16:56 Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira