Viðskipti innlent

Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum

Á ársfundi ASÍ Hagdeild Alþýðusambandsins segir að ef vandað sé til verka kunni frekari stóriðja að vera hagkerfinu lyftistöng, en baggi að öðrum kosti.
Á ársfundi ASÍ Hagdeild Alþýðusambandsins segir að ef vandað sé til verka kunni frekari stóriðja að vera hagkerfinu lyftistöng, en baggi að öðrum kosti. Markaðurinn/GVA

Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. „Það myndi vissulega leiða til hærri hagvaxtar tímabundið en fórnarkostnaðurinn gæti orðið mikill," segir þar. Ekki er þó útilokað að hægt sé að fara í frekari stóriðju í umfjöllun Alþýðusambandsins, heldur áréttað að skynsamlega þurfi að standa að tímasetningu þeirra og framkvæmd.

Í skýrslunni er borin saman grunnspá með svokölluðum jafnvægishagvexti og svo aftur fráviksspá þar sem tekin eru inn í myndina áhrif af frekari stóriðjuframkvæmdum, svo sem stækkun Alcans í Straumsvík, báðum áföngum byggingu álvers Norðuráls í Helguvík og mögulegu nýju álveri Alcoa við Húsavík.

Í grunnspánni gengur verðbólga hratt niður í lok núverandi þensluskeiðs og verður komin að 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans á þarnæsta ári um leið og stýrivextir lækka hratt. Í fráviksdæminu er hins vegar ráð fyrir því gert að verðbólguþrýstingur vaxi árið 2008 og stýrivextir fari yfir fjórtán prósent ári síðar, en Seðlabankanum takist þrátt fyrir það ekki að halda verðbólgu í skefjum sem verði um sex prósent undir lok fyrri fjárfestingarlotu árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×