Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni 25. október 2006 00:01 Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. MYND/GVA "Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
"Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001.
Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira