Ekkert til að biðjast afsökunar á Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 21. október 2006 05:00 Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson er vaxandi stjórnmálamaður, stefnufastur, ötull og fylginn sér. En stundum vottar fyrir því, að hann sé helst til trúgjarn. T.d. hefur hann látið Þór Whitehead telja sér trú um það, að við Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra, hefðum stundað njósnir um samráðherra okkar í ríkisstjórn Steingríms 1988-91. Það gerðum við Steingrímur að sönnu ekki og þurfum því ekki að biðjast afsökunar á því. Málið snýst um allt annað. Við fall Astur-Þýskalands hófst kapphlaup um að komast í skjalasafn STASI, ríkisleynilögreglu alþýðulýðveldisins. Þetta var víst mesta leyniþjónusta í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Talsverður hópur Íslendinga hafði stundað nám í lögregluríkinu og angar STASI teygðu sig víða. Vitað var að STASI hafði gengið hart að erlendum námsmönnum um að ganga í þeirra þjónustu. Við sameiningu Þýskalands tóku vesturþýsk stjórnvöld yfir ábyrgð á þrotabúi alþýðulýðveldisins, þ.m.t. á skjalasafni leynilögreglunnar. Það eina sem ég gerði, að höfðu samráði við forsætisráðherra, var að biðja íslenskan embættismann í fastanefndinni hjá NATO að fylgjast með því, hvort skjalasafnið geymdi einhverjar upplýsingar, sem Ísland varðaði. Forsætisráðherra kom það nefnilega við og lái honum hver sem vill. Við Steingrímur gátum því miður ekki beðið íslensku leyniþjónustuna um þetta viðvik, þar sem láðst hafði að upplýsa okkur um tilvist hennar. Hins vegar tóku ýmsir það upp hjá sjálfum sér að fara á vettvang og snuðra í safni STASI, þeirra á meðal Þór Whitehead. Og Ögmundur má trúa því, að Þór var ekki á vegum okkar Steingríms.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun