Erlent

Eltingaleikur bannaður

Frímínútur Skóli í Bandaríkjunum hefur nú bannað eltingaleiki.
Frímínútur Skóli í Bandaríkjunum hefur nú bannað eltingaleiki. MYND/Heiða

Eftirlitslaus eltingaleikur hefur nú verið bannaður í frímínútum grunnskóla nokkurs skammt frá Boston í Bandaríkjunum. Ástæðan, að sögn skólayfirvalda, er slysahætta og að hægt verði að gera skólann ábyrgan.

Frímínúturnar eru „tíminn þegar slysin geta orðið“, að sögn skólastjórans, Gaylene Heppe, sem samþykkti bannið.

Einstaka grunnskólar í Massachusetts hafa undanfarin ár tekið að banna eltingaleiki og boltaleiki eins og brennibolta, af ótta við að börn slasist í frímínútum og foreldrarnir fari í mál við skólayfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×