Erlent

Meiri norrænn stuðningur

Norræna ráðherranefndin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa samið um að styðja enn frekar við bakið á hvítrússneska útlegðarháskólann European Humanities University, sem starfræktur er í Vilnius, höfuðborg Litháens. Tvö hundruð námsstyrkjum verður bætt við, að því er segir í fréttatilkynningu.

Skólinn var áður starfræktur í Minsk í Hvíta-Rússlandi, en þarlend stjórnvöld gerðu honum ókleift að starfa í landinu árið 2004. Um 350 Hvít-Rússar stunda nú nám við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×