Sakaruppgjöf fyrir sannleika Árni Páll Árnason skrifar 17. október 2006 05:00 Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun