Við höfum ákveðið að banna tóbak í opinberum byggingum, sagði Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, í gær. Hann sagði að bannið myndi taka gildi í febrúar, og ná þá til skóla og skrifstofubygginga, en sumar tegundir af fyrirtækjarekstri verða þó undanþegnar banninu út allt næsta ár. Þar er einkum átt við veitingahús, bari og dansstaði.
Svipað bann er nú þegar í gildi á Írlandi, Spáni, Ítalíu og í Bretlandi. Villepin sagði bannið verða tilkynnt nánar á næstu dögum með tilskipun frá stjórninni, en það komi ekki til kasta þingsins.