Ég er ekki svona rosalega góður 25. september 2006 05:30 Sigurvegari. Sigþór Júlíusson hefur aðeins tapað einum leik í sumar og svo virðist sem það muni miklu að hafa Sigþór í liðinu, hvort sem það heitir Völsungur eða KR. Tímabilið í fótboltanum í sumar hefur verið lyginni líkast fyrir KR-inginn Sigþór Júlíusson. Hann hóf sumarið í herbúðum Völsungs á Húsavík og spilaði þar sjö leiki áður en hann skipti yfir í KR, rétt áður en fresturinn fyrir leikmannaskipti rann út hinn 1. ágúst sl. Liði Völsungs gekk bölvanlega í upphafi leiktíðar þegar Sigþór átti við meiðsli að stríða og gat ekki leikið með. Völsungur fékk aðeins tvö stig úr fyrstu fjórum leikjum sumarsins auk þess sem liðið féll úr VISA-bikarnum í fyrstu umferð. En um leið og Sigþór varð leikfær byrjaði liðið að hala inn stig. Það sama má segja um tímabilið hjá KR, sem var mikil þrautaganga framan af sumri. En síðan Sigþór kom til liðsins hefur verið um nánast samfellda sigurgöngu að ræða og KR hefur ekki tapað leik. Fréttablaðinu lá forvitni á að vita hvort Sigþór væri virkilega svona rosalega góður í fótbolta. „Nei, það fer fjarri því,“ sagði Sigþór og hló þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég held að það hafi verið ákveðin tímamót hjá þessu KR-liði þegar ég kem inn í það. Það var markvisst verið að vinna í því að breyta um taktík innan liðsins þar sem aukin áhersla var lögð á varnarleikinn. Það skipulag hefur virkað mjög vel og ég var svo heppinn að koma inn í liðið þegar þessi breyting varð,“ segir Sigþór. Það er með ólíkindum að rýna í meðfylgjandi tölfræði sem sýnir annars vegar árangur Völsungs í sumar - með og án Sigþórs, og hins vegar árangur KR í sumar - með og án Sigþórs. Hún sýnir svart á hvítu að Sigþóri fylgir mikil velgengi og það ber svo við að Sigþór sjálfur hefur aðeins tapað einum leik í sumar, gegn Reyni Sandgerði hinn 29. júlí sl. Þá tapaði Völsungur 1-0 í leik liðanna í 2. deildinni. „Þetta hefur verið gott sumar fyrir mig, ég get ekki neitað því. Mjög athyglisvert allavega,“ segir Sigþór og vill alls ekki gera mikið úr sínum þætti. Maður gat kannski komið með einhverja ferska vinda inn í liðið en annars á ég alls ekki meiri þátt í þessum árangri frekar en aðrir leikmenn liðsins,“ útskýrir Sigþór, sem hefur þó ekki náð að skora í sumar. Hann lagði hins vegar upp aragrúa marka í þeim leikjum sem hann spilaði fyrir Völsung, en þar lék hann oftast á hægri vængnum. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, segir Sigþór hafa verið mikinn happafeng fyrir sitt lið. „Sigþór kom mjög sterkur inn í þetta og hefur átt stóran þátt í bættum varnarleik okkar. Hann hefur gert mjög mikið fyrir okkar lið,“ segir Teitur, sem hefur kosið að láta Sigþór spila í stöðu hægri bakvarðar. Það hefur reynst erfitt fyrir Sigþór að slíta sig frá takkaskónum en hann komst ansi nærri því að leggja þá á hilluna síðasta vetur vegna anna í vinnu. Sigþór kveðst ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvað hann gerir á næstu leiktíð. „Ég mun fara yfir mín mál þegar tímabilið er búið en ég á frekar von á því að vera áfram.“ Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Tímabilið í fótboltanum í sumar hefur verið lyginni líkast fyrir KR-inginn Sigþór Júlíusson. Hann hóf sumarið í herbúðum Völsungs á Húsavík og spilaði þar sjö leiki áður en hann skipti yfir í KR, rétt áður en fresturinn fyrir leikmannaskipti rann út hinn 1. ágúst sl. Liði Völsungs gekk bölvanlega í upphafi leiktíðar þegar Sigþór átti við meiðsli að stríða og gat ekki leikið með. Völsungur fékk aðeins tvö stig úr fyrstu fjórum leikjum sumarsins auk þess sem liðið féll úr VISA-bikarnum í fyrstu umferð. En um leið og Sigþór varð leikfær byrjaði liðið að hala inn stig. Það sama má segja um tímabilið hjá KR, sem var mikil þrautaganga framan af sumri. En síðan Sigþór kom til liðsins hefur verið um nánast samfellda sigurgöngu að ræða og KR hefur ekki tapað leik. Fréttablaðinu lá forvitni á að vita hvort Sigþór væri virkilega svona rosalega góður í fótbolta. „Nei, það fer fjarri því,“ sagði Sigþór og hló þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég held að það hafi verið ákveðin tímamót hjá þessu KR-liði þegar ég kem inn í það. Það var markvisst verið að vinna í því að breyta um taktík innan liðsins þar sem aukin áhersla var lögð á varnarleikinn. Það skipulag hefur virkað mjög vel og ég var svo heppinn að koma inn í liðið þegar þessi breyting varð,“ segir Sigþór. Það er með ólíkindum að rýna í meðfylgjandi tölfræði sem sýnir annars vegar árangur Völsungs í sumar - með og án Sigþórs, og hins vegar árangur KR í sumar - með og án Sigþórs. Hún sýnir svart á hvítu að Sigþóri fylgir mikil velgengi og það ber svo við að Sigþór sjálfur hefur aðeins tapað einum leik í sumar, gegn Reyni Sandgerði hinn 29. júlí sl. Þá tapaði Völsungur 1-0 í leik liðanna í 2. deildinni. „Þetta hefur verið gott sumar fyrir mig, ég get ekki neitað því. Mjög athyglisvert allavega,“ segir Sigþór og vill alls ekki gera mikið úr sínum þætti. Maður gat kannski komið með einhverja ferska vinda inn í liðið en annars á ég alls ekki meiri þátt í þessum árangri frekar en aðrir leikmenn liðsins,“ útskýrir Sigþór, sem hefur þó ekki náð að skora í sumar. Hann lagði hins vegar upp aragrúa marka í þeim leikjum sem hann spilaði fyrir Völsung, en þar lék hann oftast á hægri vængnum. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, segir Sigþór hafa verið mikinn happafeng fyrir sitt lið. „Sigþór kom mjög sterkur inn í þetta og hefur átt stóran þátt í bættum varnarleik okkar. Hann hefur gert mjög mikið fyrir okkar lið,“ segir Teitur, sem hefur kosið að láta Sigþór spila í stöðu hægri bakvarðar. Það hefur reynst erfitt fyrir Sigþór að slíta sig frá takkaskónum en hann komst ansi nærri því að leggja þá á hilluna síðasta vetur vegna anna í vinnu. Sigþór kveðst ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvað hann gerir á næstu leiktíð. „Ég mun fara yfir mín mál þegar tímabilið er búið en ég á frekar von á því að vera áfram.“
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira