Þakka FH-ingum kærlega fyrir 24. september 2006 08:45 Leifur Garðarsson var allt annað en sáttur með spilamennsku Fylkis í Eyjum í gær. Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira