Sport

Jordan viðurkennir mistök

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan viðurkennir í viðtali við þáttinn "60 Minutes" á CBS sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, að hann hafi gengið of langt í fjárhættuspilum á tíunda áratugnum, en segir að hann hafi náð að hætta að spila þegar honum þótti hann fara yfir strikið. "Ég viðurkenni að ég var farinn að tefla nokkuð djarft í fjárhættuspilum og ég átti erfitt með að hætta því. Ég hugsa að það hafi verið spennufíknin sem gerði það að verkum að ég hafði svona gaman af að spila. Ég var ungur maður þá, en í dag get ég horft í spegilinn og sagt að ég hafi verið dálítið vitlaus," sagði Jordan, en viðtalið í heild sinni verður sýnt í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Jordan er einnig að gefa út bók sem heitir á frummálinu "Driven from within."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×