Sport

Baldur kominn aftur í KR

Miðherjinn Baldur Ólafsson er kominn aftur í KR og hefur hug á að byrja að leika körfuknattleik á ný eftir eins og hálfs árs fjarveru frá leiknum. Baldur lagði skóna tímabundið á hilluna vegna álagsmeiðsla, en hefur nú snúið aftur til síns gamla liðs. Baldur er 206 cm hár og á að baki fjögur tímabil með KRingum og 40 landsleiki. "Ég ákvað að taka mér pásu á sínum tíma, því ég var orðinn svo slæmur í löppunum," sagði Baldur í samtali við Vísi. "Ég var líka í krefjandi starfi og var eiginlega búinn að fá nóg, en nú var ég farinn að fá fiðringinn aftur og það kom ekki annað til greina en að fara í KR," sagði hann. Baldur mætir líklega á sína fyrstu æfingu með KR í kvöld, en liðinu veitir ekki af liðsstyrk þessa dagana í fjarveru Fannars Ólafssonar, en hann getur ekki leikið með liðinu fyrr en í næsta mánuði vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×