Sport

Curry stóðst læknisskoðun

Miðherjinn Eddy Curry gekk formlega í raðir New York Knicks í NBA deildinni í gærkvöldi, þegar hann stóðst umfangsmikla læknisskoðun hjá félaginu. Curry spilaði ekki síðustu leikina með Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor eftir að hann greindist hjartveikur og fór frá liðinu eftir að vera skikkaður í DNA próf gegn því að fá nýjan samning. Um tíma í gær leit út fyrir að ekkert yrði af skiptum hans til New York, því stórt læknateymi á vegum Knicks hafði Curry í rannsóknum í langan tíma með það fyrir augum að lýsa hann tibúinn í slaginn. Málið er í raun hið furðulegasta, en nú hafa læknar gefið það út að hjarta hans sé í lagi. Fulltrúi leikmanna New York vildi ekki greina frá niðurstöðum læknisrannsóknarinnar í gærkvöldi, en þegar hann var spurður hreint út hvort eitthvað amaði að hjartanu í Curry, svaraði hann hreint út - "Nei."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×