Sport

Stoudemire að semja við Suns

Amare Stoudemire, einn efnilegasti leikmaður NBA deildarinnar í körfuknattleik, er sagður vera búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan samning við lið sitt Phoenix Suns um að leika með því til ársins 2011 og er samningurinn talinn vera upp á um 72,6 milljónir dollara. Stoudemire fór á kostum með liði Phoenix í fyrra og skaust upp á stjörnuhimininn þegar Steve Nash tók við leikstjórnandahlutverkinu í liðinu. Stoudemire kom ungur og óskólaður inn í deildina á sínum tíma, en sprakk út í fyrra og er orðinn einn allra besti stóri maðurinn í deildinni. Forráðamenn Phoenix eru sagðir anda léttar við þessi tíðindi, því margir vilja meina að Stoudemire verði besti leikmaður deildarinnar á allra næstu árum. Hann hefur yfir að ráða ótrúlegri snerpu og sprengikrafti og skoraði til að mynda 37 stig að meðaltali í leik í úrslitum Vesturdeildarinnar gegn San Antonio í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×