Sport

Hanna gengin í raðir ÍS

Hanna Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að skipta yfir í ÍS og leika með liðinu í 1. deild kvenna. Hanna spilar væntanlega sinn fyrsta deildarleik gegn sínu uppeldisfélagi, Haukum. Hanna byrjar vel með ÍS og náði sem dæmi þrefaldri tvennu gegn ÍR í Reykjavíkurmótinu á dögunum þegar hún var með 14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í stórum sigri Stúdína.ÍS verður fimmta liðið sem Hanna spilar með hér á landi en áður hefur hún leikið í efstu deild með Haukum (1991-1992), Keflavík (1992-94), Breiðabliki (1994-96) og KR (1997-2005). Hanna hefur alls leikið 192 leiki og skoraði 2.607 stig í efstu deild (13,6 í leik). Hanna hefur unnið titil með öllum félögum sem hún hefur spilað með og alls fagnað fimm Íslandsmeistaratitlum og fimm bikarmeistaratitlum með liðum sínum en eins var hún bikarmeistari með danska liðinu Skjold/Stevnsgade þegar hún lék þar veturinn 2001-2002. Hanna á að baki 39 landsleiki fyrir Íslands hönd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×