Sport

Serbar slógust eftir tapið

Tveir leikir verða á dagskrá í átta liða úrslitum Evrópukeppni landsliða í körfubolta í kvöld, en keppnin fer fram í Serbíu. Rússar taka á móti Grikkjum og Litháar mæta Frökkum, sem öllum að óvörum sigruðu heimamenn í 16 liða úrslitum. Tapið fékk það mikið á Serbana að allt fór í háaloft í búningsklefanum eftir leikinn. Tap Serbanna fyrir Frökkum í fyrrakvöld kom mjög á óvart og þær fréttir spurðust eftir leikinn að leikmenn liðsins hefðu slegist í búningsklefanum. Eftir að átökin voru stöðvuð, sagði þjálfari liðsins af sér og þrír leikmenn liðsins tilkynntu að þeir væru hættir að spila með landsliðinu. "Þeir hata hver annan svo heitt, að þeir geta ekki einu sinni horft framan í hver annan," sagði Zeljko Obradovic þjálfari liðsins eftir uppþotið, sem greinilega fyllti mælinn hjá honum. "Ég hef aldrei á ævi minni kynnst öðrum eins mönnum," sagði hann. Annað kvöld keppa svo Slóvenar við Þjóðverja og Spánverjar mæta Króötum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×