Sport

Ronaldinho bestur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gærkvöld kosinn knattspyrnumaður ársins við sérstaka athöfn í London í gærkvöldi, þar sem tilkynnt var sérstakt heimsúrval leikmanna. Það voru leikmennirnir sjálfir sem gáfu atkvæði í úrvalsliðið, en aðdáendur um heim allan sem réðu valinu á þeim besta. Ronaldinho var einnig í úrvalsliðinu, en auk hans voru þar þeir Dida frá Milan í markinu, félagar hans Cafú, Maldini og Nesta í vörn Milan og þá John Terry frá Chelsea. Miðjumenn voru Claude Makelele og Frank Lampard frá Chelsea og Zinedine Zidane frá Real Madrid. Framherjar voru Samuel Eto´o frá Barcelona og Andriy Shevchenko frá AC Milan. Wayne Rooney var kosinn besti ungi leikmaðurinn, en félagi hans hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, var einnig heiðraður sérstaklega fyrir sína frammistöðu á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×