„Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Aron Guðmundsson skrifar 22. janúar 2026 07:31 Gísli Þorgeir brýst í gegnum ungverska varnarmúrinn í Kristianstad. Oft á tíðum var tekið helst til of harkalega á móti honum. Vísir/EPA Handboltasérfræðingur segir það glatað fyrir íslenska landsliðið að vera án Elvars Arnar Jónssonar það sem eftir lifir af EM. Hann er þó bjartsýnn og segir Strákana okkar hafa sýnt það gegn Ungverjum að þeir ætli sér hluti á þessu móti, í svipuðum aðstæðum og í þeim leik hafi liðið áður brotnað. Það vann ýmislegt á móti íslenska liðinu gegn Ungverjum á þriðjudaginn síðastliðinn. Þegar að sóknarleikurinn klikkaði steig Viktor Gísli upp í markinu og ákvarðanir dómarateymi leiksins voru á köflum ansi furðulegar. Aðstæður þar sem Strákarnir okkar gerðu vel í að halda haus og klára verkefnið og tryggja sér tvö stig inn í milliriðilinn.„Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Ungverja leikurinn yrði erfiður,“ segir Rúnar Kárason, fyrrverandi landsliðsmaður í samtali við íþróttadeild. „Það virðist vera einhver sálfræðileg hindrun þar og í ljósi sögunnar undanfarin stórmót. Ég held það sé ótrúlega mikilvægt að vinna þann leik bara eins erfitt það var og mikið mótlæti frá dómurunum og annað. Ég held það hafi gefið liðinu ógeðslega mikið upp á framhaldið að gera.“ „Mér finnst við hafa séð liðið brotna í sömu aðstæðum síðustu tvö stórmót. Maður sá það á strákunum að þeir létu þetta ekki slá sig út af laginu, þeir lögðu allt í sölurnar og í ótrúlega erfiðum leik þar sem þeir náðu sínu besta fram. Ótrúlega vel gert að stíga þessa hindrun algjörlega og kaffæra henni.“ Þýðir ekki að kvarta yfir svona hlutum Ungverjarnir engin Grýla í þetta skiptið en íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í leiknum þegar Elvar Örn Jónsson, einn mikilvægasti leikmaður liðsins fór meiddur af velli. Í gær var greint frá því að hann hefði handarbrotnað og verði ekki meira með á EM. „Elvar er bara gríðarlega þýðingarmikill fyrir okkur og ekki hægt að tala neitt í kringum það. Ég er nú samt bara þannig þenkjandi og dreg einnig reynslu frá fyrri landsliðsverkefnum mínum þegar ég segi að þegar maður hefur verið kvarta yfir svona hlutum þá yfirleitt kemur það ekkert sérstaklega vel út. Það eru öll lið að glíma við meiðsli.“ Elvar sé frábær leikmaður sem tekur ótrúlega mikið til sín í spiltíma og orkuútláti í vörn sérstaklega. „Þá hjálpar hann líka helling til í sókninni þó það sé kannski hlutverk sem minnkar eftir því sem líður á mótið því þá hefur mikilvægi hans í vörninni yfirleitt aukist. Núna er hann bara ekki með, það er glatað og við eigum miklu frekar að horfa á lausnirnar heldur en vandamálin finnst mér. Miðað við það sem ég sá til liðsins í gær þá ætla þeir sér einhverja hluti á þessu móti. Það verður bara að vera án Elvars núna.“ Ekkert gefins Í milliriðli, sem hefst á föstudaginn, bíða leikir gegn Svíþjóð, Króötum Dags Sigurðssonar, Slóveníu og Sviss. Tvö efstu lið milliriðilsins fara áfram í undanúrslit. Það hefur gengið vel hingað til hjá íslenska landsliðinu en það er ekkert gefið í handbolta. „Miðað við það sem maður hefur séð á stórmótum hingað til þá eiga lið yfirleitt einn glataðan leik. Við bitum í það súra epli í fyrra að hitta á svoleiðis leik gegn Króötum, við sjáum Danina tapa í gær fyrir Portúgal. Við verðum bara að vinna Króatíu og Svíþjóð, það er bara þannig. Ég held það verði þessi þrjú lið sem munu berjast um þessi tvö undanúrslitasæti. Það er kannski Sviss sem er fyrir fram slakasti andstæðingur okkar fram undan en það er ekkert gefins í handbolta. Liðið sem er hundrað prósent á deginum er yfirleitt liðið sem vinnur leikinn. Það er ekki nóg að vera betri á pappír, þú verður bara að sýna þig og sanna í hverjum einasta leik.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Svona meiddist Elvar Elvar Örn Jónsson spilar ekki meira á Evrópumótinu í handbolta, eftir að hafa handarbrotnað þegar hann varðist gegn leikmanni Ungverjalands í gærkvöld. 21. janúar 2026 11:24 Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp. 21. janúar 2026 08:32 Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57 Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Veszprem í Ungverjalandi, var líklega á meðal glaðari manna eftir sigur Íslands í kvöld. Ungverjar eru misglaðir eftir kvöldið. 21. janúar 2026 00:15 Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Viktor Gísli Hallgrímsson átti einn besta landsleik sem íslenskur markvörður hefur átt þegar Ísland vann Ungverjaland, 23-24, í spennutrylli í F-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 22:02 Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Ísland er komið í milliriðil EM með tvö stig eftir 24-23 sigur á Ungverjum í Kristianstad í kvöld. Ótrúlegur leikur og skrípaleikur svo sannarlega á köflum. 20. janúar 2026 23:02 Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira
Það vann ýmislegt á móti íslenska liðinu gegn Ungverjum á þriðjudaginn síðastliðinn. Þegar að sóknarleikurinn klikkaði steig Viktor Gísli upp í markinu og ákvarðanir dómarateymi leiksins voru á köflum ansi furðulegar. Aðstæður þar sem Strákarnir okkar gerðu vel í að halda haus og klára verkefnið og tryggja sér tvö stig inn í milliriðilinn.„Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Ungverja leikurinn yrði erfiður,“ segir Rúnar Kárason, fyrrverandi landsliðsmaður í samtali við íþróttadeild. „Það virðist vera einhver sálfræðileg hindrun þar og í ljósi sögunnar undanfarin stórmót. Ég held það sé ótrúlega mikilvægt að vinna þann leik bara eins erfitt það var og mikið mótlæti frá dómurunum og annað. Ég held það hafi gefið liðinu ógeðslega mikið upp á framhaldið að gera.“ „Mér finnst við hafa séð liðið brotna í sömu aðstæðum síðustu tvö stórmót. Maður sá það á strákunum að þeir létu þetta ekki slá sig út af laginu, þeir lögðu allt í sölurnar og í ótrúlega erfiðum leik þar sem þeir náðu sínu besta fram. Ótrúlega vel gert að stíga þessa hindrun algjörlega og kaffæra henni.“ Þýðir ekki að kvarta yfir svona hlutum Ungverjarnir engin Grýla í þetta skiptið en íslenska landsliðið varð fyrir áfalli í leiknum þegar Elvar Örn Jónsson, einn mikilvægasti leikmaður liðsins fór meiddur af velli. Í gær var greint frá því að hann hefði handarbrotnað og verði ekki meira með á EM. „Elvar er bara gríðarlega þýðingarmikill fyrir okkur og ekki hægt að tala neitt í kringum það. Ég er nú samt bara þannig þenkjandi og dreg einnig reynslu frá fyrri landsliðsverkefnum mínum þegar ég segi að þegar maður hefur verið kvarta yfir svona hlutum þá yfirleitt kemur það ekkert sérstaklega vel út. Það eru öll lið að glíma við meiðsli.“ Elvar sé frábær leikmaður sem tekur ótrúlega mikið til sín í spiltíma og orkuútláti í vörn sérstaklega. „Þá hjálpar hann líka helling til í sókninni þó það sé kannski hlutverk sem minnkar eftir því sem líður á mótið því þá hefur mikilvægi hans í vörninni yfirleitt aukist. Núna er hann bara ekki með, það er glatað og við eigum miklu frekar að horfa á lausnirnar heldur en vandamálin finnst mér. Miðað við það sem ég sá til liðsins í gær þá ætla þeir sér einhverja hluti á þessu móti. Það verður bara að vera án Elvars núna.“ Ekkert gefins Í milliriðli, sem hefst á föstudaginn, bíða leikir gegn Svíþjóð, Króötum Dags Sigurðssonar, Slóveníu og Sviss. Tvö efstu lið milliriðilsins fara áfram í undanúrslit. Það hefur gengið vel hingað til hjá íslenska landsliðinu en það er ekkert gefið í handbolta. „Miðað við það sem maður hefur séð á stórmótum hingað til þá eiga lið yfirleitt einn glataðan leik. Við bitum í það súra epli í fyrra að hitta á svoleiðis leik gegn Króötum, við sjáum Danina tapa í gær fyrir Portúgal. Við verðum bara að vinna Króatíu og Svíþjóð, það er bara þannig. Ég held það verði þessi þrjú lið sem munu berjast um þessi tvö undanúrslitasæti. Það er kannski Sviss sem er fyrir fram slakasti andstæðingur okkar fram undan en það er ekkert gefins í handbolta. Liðið sem er hundrað prósent á deginum er yfirleitt liðið sem vinnur leikinn. Það er ekki nóg að vera betri á pappír, þú verður bara að sýna þig og sanna í hverjum einasta leik.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Svona meiddist Elvar Elvar Örn Jónsson spilar ekki meira á Evrópumótinu í handbolta, eftir að hafa handarbrotnað þegar hann varðist gegn leikmanni Ungverjalands í gærkvöld. 21. janúar 2026 11:24 Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp. 21. janúar 2026 08:32 Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57 Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Veszprem í Ungverjalandi, var líklega á meðal glaðari manna eftir sigur Íslands í kvöld. Ungverjar eru misglaðir eftir kvöldið. 21. janúar 2026 00:15 Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Viktor Gísli Hallgrímsson átti einn besta landsleik sem íslenskur markvörður hefur átt þegar Ísland vann Ungverjaland, 23-24, í spennutrylli í F-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 22:02 Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Ísland er komið í milliriðil EM með tvö stig eftir 24-23 sigur á Ungverjum í Kristianstad í kvöld. Ótrúlegur leikur og skrípaleikur svo sannarlega á köflum. 20. janúar 2026 23:02 Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Sjá meira
Svona meiddist Elvar Elvar Örn Jónsson spilar ekki meira á Evrópumótinu í handbolta, eftir að hafa handarbrotnað þegar hann varðist gegn leikmanni Ungverjalands í gærkvöld. 21. janúar 2026 11:24
Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp. 21. janúar 2026 08:32
Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57
Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Veszprem í Ungverjalandi, var líklega á meðal glaðari manna eftir sigur Íslands í kvöld. Ungverjar eru misglaðir eftir kvöldið. 21. janúar 2026 00:15
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Viktor Gísli Hallgrímsson átti einn besta landsleik sem íslenskur markvörður hefur átt þegar Ísland vann Ungverjaland, 23-24, í spennutrylli í F-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 22:02
Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Ísland er komið í milliriðil EM með tvö stig eftir 24-23 sigur á Ungverjum í Kristianstad í kvöld. Ótrúlegur leikur og skrípaleikur svo sannarlega á köflum. 20. janúar 2026 23:02
Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22