Valdabarátta og togstreita 9. september 2005 00:01 Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira