Valdabarátta og togstreita 9. september 2005 00:01 Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Deilur einstakra lækna og yfirstjórnar Landspítala háskólasjúkrahúss eru á viðkvæmu stigi. Takist stjórnarmönnum ekki að ná samkomulagi við læknana sem í hlut eiga, er óttast að fleiri læknar rísi upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ýmsir hafa orðið til að skella skuldinni á sameiningu stóru spítalanna, sem er þó ekki höfuðorsök vandans. Hún hefur hins vegar valdið því að nú hafa sjúkrahússlæknar aðeins einn vinnuveitanda og þeir því í viðkvæmari stöðu en ella. Valdabarátta og ýmiss konar togstreita eru kraumandi undir niðri. Svo skarst verulega í odda með kröfu stjórnarnefndar LSH í desember 2001 um að yfirlæknar skyldu einungis vinna innan veggja spítalans væru þeir ráðnir þar í fullt starf. Þar með átti stofurekstur þessara tilteknu lækna að vera úr sögunni. Á það hefur verið bent að yfirlæknarnir hafa gert ráðningasamning við vinnuveitanda sem setur þeim ákveðin skilyrði, þannig að þeir eiga valið. Í trausti kjarasamnings þeirra sem LSH gerði við Læknafélag Íslands, er stjórn spítalans stætt á að setja fram þessa kröfu um störf yfirmanna. Hafi læknir ráðið sig í 100 prósent starf hjá spítalanum þá gefur það auga leið að hann getur ekki jafnframt unnið á stofu. Vinni hann einn dag í viku utan spítalans þá er starfshlutfall hans einungis í 80 prósent. @.mfyr:Mál rekið fyrir dómi @megin:Einn þeirra sem ekki vildi hætta að reka stofu úti í bæ var Tómas Zoega fyrrum yfirlæknir á geðsviði LSH. Stjórnin greip þá til þess úrræðis að færa hann til í starfi, þannig að hann gegndi stöðu sérfræðings. Þessu vildi Tómas ekki una, og fór í mál við spítalann. Það er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er prófmál. Læknafélag Íslands fjármagnar málareksturinn fyrir Tómas. Ástæðan er sú, að hann hafði haft þessa tilhögun í starfi í langan tíma áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna, auk þess sem hann var lækkaður í stöðu á spítalanum, en hann var ráðherraskipaður yfirlæknir. Læknafélagið hefur bent á dæmi um yfirlækna á LSH sem ráðnir eru í hlutastarf og vinna einnig úti í bæ. @.mfyr:Margvíslegar deilur @megin:Þetta er ekki eina ágreiningsefnið milli sérfræðinga og stjórnar LSH. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp vegna óánægju með uppsetningu stimpilklukku, svo og að erfitt sé að vinna í andrúmslofti þar sem harðar deilur standa yfir. Yfirlæknir æðaskurðdeildar rak stofu úti í bæ áður en stjórnarnefndin setti fram helgunarkröfuna. Hann hefur ekki viljað una henni fremur en Tómas Zoega. Spítalastjórnin vildi að hann segði upp stöðu yfirlæknis, sem hann hefur ekki gert. Hann á yfir höfði sér áminningu stjórnar fyrir vanrækslu í opinberu starfi, þar sem hann hlýddi ekki yfirboðurum sínum. Hann er með sín mál í höndum lögfræðings. Hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, rekur stofu úti í bæ. Hann og yfirmenn hans eiga í deilum meðal annars vegna helgunarkröfunnar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira