Sport

Danir í umspil þrátt fyrir tap

Danska körfuknattleikslandsliðið er öruggt í umspil um laust sæti í A deild, þrátt fyrir tveggja stiga tap fyrir Rúmenum á heimavelli sínum í gærkvöld. Íslendingar leika við Rúmena ytra á laugardaginn og leggur af stað út í dag án tveggja manna sem eru meiddir. Danska liðið vann sem kunnugt er frækinn sigur á íslenska liðinu í Keflavík um síðustu helgi og því voru þeir komnir með annan fótinn áfram þó þeir ættu enn eftir að leika við Rúmena á heimavelli. Rúmenar gerðu svo góða ferð til Danmerkur í gær og sigruðu 69-67. Stanescu var stigahæstur í liði gestanna með 22 stig, en Stoltau skoraði 19 fyrir heimamenn. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Gunnar Einarsson komast ekki með til Rúmeníu vegna meiðsla og geta það vart talist gleðifregnir fyrir íslenska liðið, þó í sjálfu sér sé að litlu öðru en heiðrinum að keppa um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×