Sport

Damon Jones til Cleveland

Leikstjórnandinn Damon Jones hjá Miami Heat í NBA deildinni er við það að ganga í raðir Cleveland Cavaliers, ef marka má fréttir frá ESPN í Bandaríkjunum. Staðarblöð í Cleveland fullyrða að Jones sé við það að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Jones hagnaðist mjög á því að spila með Shaquille O´Neal hjá Miami í fyrra, því hann bætti sig á öllum sviðum leiksins, ekki síst í skotnýtingu. Jones var á meðal bestu þriggja stiga skotmanna deildarinnar, en hann mun nú njóta góðs af því að spila með ungstirninu LeBron James hjá Cleveland. Liðið fékk einnig til sín skotbakvörðinn Larry Hughes frá Washington Wizards í sumar og úr því að liðið hefur nú fengið leikstjórnandann Jones til liðs við sig, má ætla að liðið sé til alls líklegt í austurdeildinni í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×