Sport

Jón Arnór aftur með landsliðinu

Sigurður Ingimundarson landsliðþjálfari í körfubolta hefur valið tólf leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd í leikjum gegn Hollandi og Kína nú í ágúst, sem og í Evrópuleikjunum gegn Danmörku og Rúmeníu 3. og 10. september n.k. Þetta er sterkasta lið sem Ísland hefur náð að stilla upp í langan tíma. Sex nýir leikmenn koma í liðið nú sem ekki voru í liðinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra í vor. Logi Gunnarsson og Gunnar Einarsson eru komnir aftur í liðið. Þeir gátu ekkert leikið með liðinu í fyrra vegna meiðsla. Einnig eru þeir Jón Arnór Stefánsson, Friðrik Stefánsson, Jakob Sigurðarson og Jón N. Hafsteinsson komnir í liðið á ný, en þeir voru ekki með í Andorra. Miðherjinn sterki Fannar Ólafsson úr KR er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður líklega ekkert með liðinu nú í haust. Íslenska körfuboltalandsliðið: Magnús Þór Gunnarsson, Bakvörður Keflavík Friðrik Stefánsson, Miðherji Njarðvík Jakob Sigurðarson, Bakvörður Bayer Giants Leverkusen Gunnar Einarsson, Bakvörður Keflavík Arnar Freyr Jónsson, Bakvörður Keflavík Jón Arnór Stefánsson, Bakvörður Pompea Napoli Logi Gunnarsson, Bakvörður Giessen 46ers 191 Sigurður Þorvaldsson, Framherji Woon! Aris Leeuwarden Helgi Magnússon, Framherji Catawba College Hlynur Bæringsson, Framherji/Miðherji Woon! Aris Leeuwarden Jón N. Hafsteinsson, Framherji Keflavík Egill Jónasson, Miðherji Njarðvík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×