Sport

Brown hættur að þjálfa Detroit

Larry Brown, sem stýrði Detroit Pistons til meistaratitils í fyrra og í úrslitin í ár, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að láta af störfum, samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum. Brown hafði verið í löngum samningaviðræðum við Pistons undanfarna daga, en nú er talið líklegt að félagið kaupi hann út úr þeim þremur árum sem eftir eru af samningi hans. Þetta kemur raunar ekki á óvart, því Brown hefur verið mjög heilsutæpur undanfarin tvö ár og virðist ekki til þess fallinn að þola það mikla álag sem fylgir þjálfun í NBA deildinni. Orðrómur er þó á kreiki um að Brown taki við liði New York Knicks, en einnig er hann orðaður við stjórnarstöðu hjá Cleveland Cavaliers. Brown, sem er 64 ára gamall, er einn sigursælasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar og jafnan talinn einn sá besti, en ljóst er að karlinn á eftir að sakna þess að þjálfa eftir að hafa verið í eldlínunni í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×