Sport

Robert sektaður aftur

Franski knattpspyrnumaðurinn Laurent Robert er ekki hættur að gagnrýna fyrrum félaga sína hjá Newcastle og nú rétt í þessu fékk hann aðra tveggja vikna sekt sína frá félaginu á sama sólarhringnum fyrir neikvæð ummæli í garð liðsins. Robert var upphaflega sektaður fyrir að hrauna yfir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Graeme Souness, en hann lét það ekki á sig fá og hélt áfram að gagnrýna liðið, þegar hann hélt því fram fullum fetum að Jermaine Jenas myndi fara frá félaginu, því hann væri orðinn hundleiður á að sitja á varamannabekknum. Newcastle brást fljótt við þessu og sektaði Robert um fyrrgreinda upphæð þó hann sé í raun farinn frá félaginu og ætla að fara með málið lengra í þetta sinn og vísa því til enska knattspyrnusambandsins. Tæpast getur talist að nýju vinnuveitendur Robert, Portsmouth séu hrifnir af skapsmunum nýja leikmannsins, en hann gæti verið í vondum málum fyrir uppátæki sín ef knattspyrnusambandið tekur hart á honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×