Spánverjar leiðandi í jafnrétti Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2005 00:01 Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun