Spánverjar leiðandi í jafnrétti Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2005 00:01 Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun