Miami 3 - Washington 0 13. október 2005 19:12 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira