Dauðaslys í maraþonhlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 06:30 Maraþonhlauparinn Dezirée du Plessis er látin eftir að hafa orðið fyrir bíl i miðju maraþonhlaupi. @WandZFoundation Maraþonhlauparinn Dezirée du Plessis er látin eftir að hafa orðið fyrir bíl í maraþonhlaupi. Hin 45 ára gamla Du Plessis varð fyrir leigubíl í Soweto-maraþoninu í síðasta mánuði og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Du Plessis er tveggja barna móðir frá Pretoríu en slysið varð í hinu árlega hlaupi þann 29. nóvember síðastliðinn. Hún fór í bráðaaðgerð vegna blæðingar í heila. Henni tókst þó ekki að ná sér og systir hennar, Marijke Miller, staðfesti við suðurafríska fjölmiðla að hún hefði látist af sárum sínum. „Dezzi dró sinn síðasta andardrátt í morgun og lauk hlaupinu sínu. Hún barðist allt til enda en sofnaði svefninum langa,“ skrifaði Miller á Facebook. Þar sem ástand Du Plessis var mjög alvarlegt var söfnun hafin og söfnuðust yfir 330 þúsund rand eða 2,5 milljónir króna til að standa straum af lækniskostnaði hennar. Einnig hafði verið skipulagt skemmtiskokk við Run-A-Way Sport verslunina í Pretoríu á laugardag til að safna fé fyrir Du Plessis og þótt hún hafi látist degi áður fór hlaupið fram og var haldið til minningar um hana. Ökumaður leigubílsins sem ók á Du Plessis, sem grunaður var um ölvunarakstur og að hafa hunsað lögreglumenn sem neituðu honum um aðgang að hlaupaleið Soweto-maraþonsins, var handtekinn fyrir glæfralegan og gáleysislegan akstur. View this post on Instagram A post shared by The Running Week (@therunningweek) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Hin 45 ára gamla Du Plessis varð fyrir leigubíl í Soweto-maraþoninu í síðasta mánuði og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Du Plessis er tveggja barna móðir frá Pretoríu en slysið varð í hinu árlega hlaupi þann 29. nóvember síðastliðinn. Hún fór í bráðaaðgerð vegna blæðingar í heila. Henni tókst þó ekki að ná sér og systir hennar, Marijke Miller, staðfesti við suðurafríska fjölmiðla að hún hefði látist af sárum sínum. „Dezzi dró sinn síðasta andardrátt í morgun og lauk hlaupinu sínu. Hún barðist allt til enda en sofnaði svefninum langa,“ skrifaði Miller á Facebook. Þar sem ástand Du Plessis var mjög alvarlegt var söfnun hafin og söfnuðust yfir 330 þúsund rand eða 2,5 milljónir króna til að standa straum af lækniskostnaði hennar. Einnig hafði verið skipulagt skemmtiskokk við Run-A-Way Sport verslunina í Pretoríu á laugardag til að safna fé fyrir Du Plessis og þótt hún hafi látist degi áður fór hlaupið fram og var haldið til minningar um hana. Ökumaður leigubílsins sem ók á Du Plessis, sem grunaður var um ölvunarakstur og að hafa hunsað lögreglumenn sem neituðu honum um aðgang að hlaupaleið Soweto-maraþonsins, var handtekinn fyrir glæfralegan og gáleysislegan akstur. View this post on Instagram A post shared by The Running Week (@therunningweek)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira