Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Aron Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:02 Freyr Alexandersson hefur verið að gera flotta hluti með lið Brann á sínu fyrsta tímabili með liðið. Getty/Craig Foy Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hefur orðið var við áhuga annarra liða á sínum kröftum. Hann segir öðruvísi lið en áður hafa sóst í sig en hefur sjálfur tekið fyrir allar slíkar tilraunir og líður vel hjá Brann. Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira