San Antonio 1 - Seattle 0 9. maí 2005 00:01 San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig. NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sjá meira
San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig.
NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sjá meira