Leikurinn sem gæti leitt stelpurnar að HM í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 12:01 Karólína Lea og Sveindís Jane gætu tekið flugið til Brasilíu eftir tvö ár ef allt gengur að óskum. Lykilatriði er að Ísland falli ekki úr A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. vísir/Anton Sigur á Frökkum gæti verið lykillinn að því að Ísland spili á HM í Brasilíu eftir tvö ár. Já, það er gríðarlega mikið í húfi fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Þó að keppnin sem liðin mætast í heiti Þjóðadeildin þá skiptir leikurinn einnig miklu máli varðandi næsta heimsmeistaramót. Stelpurnar okkar hafa aldrei komist á HM en voru sárgrætilega nálægt því síðast og eru vel meðvitaðar um það hvernig kvöldið í kvöld getur sveiflað möguleikanum á farseðli til Brasilíu upp og niður. Það er nefnilega algjört lykilatriði að Ísland nái í kvöld að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildarinnar, því annars verður leiðin á HM mikið grýttari. Eða hvort hljómar betur að spila við Wales eða England um sæti á HM? Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deildinni.vísir/Anton Byrjum á byrjuninni. Riðlakeppni þessarar leiktíðar af Þjóðadeildinni klárast í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi og Sviss mætir Noregi. Ísland er eitt af sextán liðum í A-deild og spilar þar í riðli 2. Frakkar hafa þegar unnið riðilinn, Noregur er með 5 stig, Ísland 4 og Sviss 2. Frakkar verða því áfram í A-deild og spila í undanúrslitum keppninnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur í B-deild. Þegar þessari leiktíð af Þjóðadeildinni lýkur tekur svo við næsta leiktíð sem um leið verður undankeppni HM. Þá verður sem sagt keppt um þau 11-12 sæti sem Evrópa fær á HM í Brasilíu. Leikið verður á hinum sögufræga Maracana leikvangi í Ríó á HM eftir tvö ár.Getty/Buda Mendes Á næstu leiktíð munu því liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild fá farseðil á HM. Það eru einu liðin sem geta komist beint á HM frá Evrópu. Önnur lið geta komist á HM í gegnum umspil sem verður klárlega „þægilegast“ fyrir lið úr A-deildinni. Umspilið skiptist í tvær umferðir og skiptist fyrri umferðin í tvo hluta. Umspilið fyrir HM Umferð 1 Leið 1: Fjögur lið sem enda í 2. sæti og fjögur lið sem enda í 3. sæti A-deildar, spila við sex lið í 1. sæti og tvö lið í 2. sæti úr C-deild. Leið 2: Fjögur lið sem enda í 4. sæti A-deildar og fjögur lið sem vinna sinn riðil í B-deild, spila við fjögur lið í 2. sæti og fjögur lið í 3. sæti í B-deild. Umferð 2 Liðin sem komust í gegnum leið 1 dragast gegn liðum sem komust í gegnum leið 2, og eiga seinni leik einvígis á heimavelli. Sjö sigurvegarar einvíga í umferð 2 komast svo beint á HM en einn sigurvegarinn, sá lægst skrifaði, fer í umspil við lið úr annarri heimsálfu. Á mannamáli þýðir þetta að Ísland, með því að halda sér í A-deild í kvöld og enda ekki í neðsta sæti síns riðils á næstu leiktíð, gæti komist á HM án þess að þurfa að mæta neinni af allra bestu þjóðum Evrópu í umspili. Ísland gæti þannig komist á mótið með því að slá fyrst út til dæmis Færeyjar eða Hvíta-Rússland og svo Pólland eða Wales, þó að erfitt sé að spá í spilin um það að svo stöddu. Leikurinn í kvöld snýst því ekki aðeins um að halda sér í A-deild Þjóðadeildar, heldur að greiða leið Íslands á sjálft heimsmeistaramótið í Brasilíu. Leikur Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli hefst klukkan 18 í kvöld. Ítarlega verður fjallað um leikinn á Vísi. Miðasala er á vef KSÍ. HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16 „Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00 Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Þó að keppnin sem liðin mætast í heiti Þjóðadeildin þá skiptir leikurinn einnig miklu máli varðandi næsta heimsmeistaramót. Stelpurnar okkar hafa aldrei komist á HM en voru sárgrætilega nálægt því síðast og eru vel meðvitaðar um það hvernig kvöldið í kvöld getur sveiflað möguleikanum á farseðli til Brasilíu upp og niður. Það er nefnilega algjört lykilatriði að Ísland nái í kvöld að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildarinnar, því annars verður leiðin á HM mikið grýttari. Eða hvort hljómar betur að spila við Wales eða England um sæti á HM? Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deildinni.vísir/Anton Byrjum á byrjuninni. Riðlakeppni þessarar leiktíðar af Þjóðadeildinni klárast í kvöld þegar Ísland mætir Frakklandi og Sviss mætir Noregi. Ísland er eitt af sextán liðum í A-deild og spilar þar í riðli 2. Frakkar hafa þegar unnið riðilinn, Noregur er með 5 stig, Ísland 4 og Sviss 2. Frakkar verða því áfram í A-deild og spila í undanúrslitum keppninnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur í B-deild. Þegar þessari leiktíð af Þjóðadeildinni lýkur tekur svo við næsta leiktíð sem um leið verður undankeppni HM. Þá verður sem sagt keppt um þau 11-12 sæti sem Evrópa fær á HM í Brasilíu. Leikið verður á hinum sögufræga Maracana leikvangi í Ríó á HM eftir tvö ár.Getty/Buda Mendes Á næstu leiktíð munu því liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild fá farseðil á HM. Það eru einu liðin sem geta komist beint á HM frá Evrópu. Önnur lið geta komist á HM í gegnum umspil sem verður klárlega „þægilegast“ fyrir lið úr A-deildinni. Umspilið skiptist í tvær umferðir og skiptist fyrri umferðin í tvo hluta. Umspilið fyrir HM Umferð 1 Leið 1: Fjögur lið sem enda í 2. sæti og fjögur lið sem enda í 3. sæti A-deildar, spila við sex lið í 1. sæti og tvö lið í 2. sæti úr C-deild. Leið 2: Fjögur lið sem enda í 4. sæti A-deildar og fjögur lið sem vinna sinn riðil í B-deild, spila við fjögur lið í 2. sæti og fjögur lið í 3. sæti í B-deild. Umferð 2 Liðin sem komust í gegnum leið 1 dragast gegn liðum sem komust í gegnum leið 2, og eiga seinni leik einvígis á heimavelli. Sjö sigurvegarar einvíga í umferð 2 komast svo beint á HM en einn sigurvegarinn, sá lægst skrifaði, fer í umspil við lið úr annarri heimsálfu. Á mannamáli þýðir þetta að Ísland, með því að halda sér í A-deild í kvöld og enda ekki í neðsta sæti síns riðils á næstu leiktíð, gæti komist á HM án þess að þurfa að mæta neinni af allra bestu þjóðum Evrópu í umspili. Ísland gæti þannig komist á mótið með því að slá fyrst út til dæmis Færeyjar eða Hvíta-Rússland og svo Pólland eða Wales, þó að erfitt sé að spá í spilin um það að svo stöddu. Leikurinn í kvöld snýst því ekki aðeins um að halda sér í A-deild Þjóðadeildar, heldur að greiða leið Íslands á sjálft heimsmeistaramótið í Brasilíu. Leikur Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli hefst klukkan 18 í kvöld. Ítarlega verður fjallað um leikinn á Vísi. Miðasala er á vef KSÍ.
HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16 „Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00 Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. 3. júní 2025 10:38
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Frakklandsleikinn Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli á morgun í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi degi fyrir leik. 2. júní 2025 15:16
„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. 2. júní 2025 13:00
Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. 2. júní 2025 09:24