Sport

Stúlkurnar leika til úrslita

Stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann öruggan sigur á Norðmönnum á Norðurlandamótinu í morgun. Íslensku stúlkurnar unnu með 80 stigum gegn 57. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 14. Stúlkurnar leika til úrslita í fyrramálið við Svía. Fyrr í mótinu unnu Svíar Íslendinga í þessum aldursflokki með sjö stiga mun. 18 ára landslið pilta mætir Finnum síðar í dag og mega tapa með 15 stiga mun en komast samt í úrslitaleikinn á morgun. 16 ára landslið pilta vann fjórða sigur sinn í mótinu og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun. Íslendingar burstuðu Finna með 83 stigum gegn 54. Njarðvíkingarnir Hjörtur Hrafn Einarsson og Rúnar Ingi Erlingsson voru stigahæstir. Rúnar Ingi skoraði 21 stig en Hjörtur Hrafn var stigahæstur, skoraði 31 stig, og tók auk þess 16 fráköst. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á mótinu í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×