Miami 4 - New Jersey 0 2. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig. NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig.
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira