Dallas 1 - Houston 2 29. apríl 2005 00:01 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig. NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig.
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira