Seattle 2 - Sacramento 0 27. apríl 2005 00:01 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira