Miami 2 - New Jersey 0 27. apríl 2005 00:01 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig. NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig.
NBA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira