Boston 1 - Indiana 1 26. apríl 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig. NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig.
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira