Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 15:02 Madelene Sagstrom hefur verið að spila vel í apríl. Getty/David Becker Sænski kylfingurinn Madelene Sagström náði draumahöggi á bandarísku mótaröðinni í golfi en sú sænska hafði smá áhyggjur af því að það hefði ekki náðst á mynd. Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025 Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira