Fjölgað um helming í Samfylkingu 18. apríl 2005 00:01 Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira