Sport

Úrslitin í NBA í nótt

Detroit Pistons, núverandi meistari NBA-körfuboltans, er á mikilli siglingu þessa daganna en liðið mætti Chicago Bulls á útivelli í nótt í æsispennandi viðureign. Framlengja þurfti leikinn til að ná fram úrslitum en Chauncey Billups, leikstjórnandi Pistons, tryggði gestunum sigur með skoti utan að velli þegar 8 sekúndur voru eftir og náði Bulls-liðið ekki að svara eftir það. Lokatölur urðu 85-84 en þetta var sjöundi sigur Pistons í röð.   "Við munum ekki ljúka tímabilinu á toppnum í Austurdeildinni en við erum engu að síður ánægðir með stöðu okkur," sagði Billups en Pistons er í öðru sæti, sex sigurleikjum á eftir Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat.   Úrslitin í NBA í nótt:   Toronto Raptors 90 Indiana Pacers 94   Washington Wizards 119 Milwaukee Bucks 112   Orlando Magic 106 Cleveland Cavaliers 114   Atlanta Hawks 105 Charlotte Bobcats 110   Dallas Mavericks 110 Memphis Grizzlies 89   Denver Nuggets 122 Golden State Warriors 106 *   Seattle Supersonics 78 Houston Rockets 90 Los Angeles Lakers 97 Phoenix Suns 108 Áttundi sigurleikur Nuggets í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×