Óvænt úrslit í NBA 9. apríl 2005 00:01 Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.Phoenix Suns heimsóttu hið skyndilega sjóðheita lið Golden State Warriors og lágu í valnum, 127-119. Warriors, sem eiga enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina síðar í mánuðinum, hafa öllum á óvart nú sigrað í 11 af síðustu 12 leikjum sínum og í nótt kafsigldu þeir feyknasterkt lið Phoenix með þriggja stiga skotum. Warriors settu 18 slík úr 35 tilraunum og jöfnuðu félagsmetið með flestum þriggja stiga skotum í einum leik. Þeir Mickael Pietrus og Mike Dunleavy voru stigahæstir í liðinu með 28 stig hvor og Baron Davis var stutt frá þrennunni með 15 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire allt í öllu og skoraði 44 stig og hirti 16 fráköst. Phoenix er engu að síður í efsta sæti í Vesturdeildinni og eru í raun sjálfum sér verstir með að halda því fram að úrslitakeppninni. Önnur gríðarlega óvænt úrslit urðu þegar heillum horfið lið Los Angeles Lakers gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Seattle Supersonics á útivelli, 117-94. Kobe Bryant skoraði mest gestanna eða 42 stig, en Lakers hafa að litlu sem engu að keppa það sem eftir lifir tímabils, enda dottnir út úr myndinni í úrslitakeppninni. Ray Allen var stigahæstur heimamanna með 30 stig, en þeir eiga sæti sitt víst í úrslitakeppninni. Miami Heat gengur illa í fjarveru Shaquille O´Neal vegna meiðsla og í nótt töpuðu þeir illa fyrir Memphis Grizzlies, 97-81. Dwayne Wade var stigahæstur hjá Heat með aðeins 16 stig, en hjá Memphis var Mike Miller með 30 stig. Philadelphia eru komnir í 7. sæti í Austurdeildinni með góðum sigri á Cleveland, 103-98 og eru liðin nú með jafna stöðu, en Philadelphia hefur haft betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Allen Iverson hafði aldrei þessu vant hægt um sig í stigaskorun og endaði með 23 stig, en setti persónulegt met með 16 stoðsendingum í leiknum. Iverson lék tognaður á báðum þumalfingrum í leiknum og hitti aðeins úr 9 af 30 skotum utan af velli, en það kom ekki í veg fyrir að hann tryggði liði sínu sigur með skoti í lokin. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland og skoraði 37 stig, hirti 13 fráköst, átti 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Lið hans er þó heillum horfið þessa dagana, ekki síst vegna meiðsla miðherja síns Zydrunas Ilgauskas. Minnesota Timberwolves töpuðu á heimavelli fyrir Denver Nuggets 107-105 og nú getur ekkert annað en kraftaverk orðið til þess að þeir nái í úrslitakeppnina, sem er nokkuð sem enginn hefði vogað sér að spá fyrir tímabilið, því margir vildu meina að liðið færi alla leið í úrslitin. Denver er aftur á móti heitasta liðið í NBA og hafa unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum. Carmelo Anthony var stigahæstur gestanna í Denver með 26 stig, en hjá Minnesota var Sam Cassell atkvæðamestur í sóknarleiknum með 27 stig, en hitti ekki úr skoti sínu á lokasekúndunum sem hefði geta tryggt Wolves sigurinn. Sacramento Kings tryggðu sig í úrslitakeppnina í nótt þegar þeir lögðu heillum horfið lið Portland Trailblazers, 119-115, þar sem Peja Stojakovic skoraði mest, 35 stig. Meistarar Detroit Pistons unnu sinn 5. leik í röð þegar þeir lögðu Orlando 114-102. Tyshaun Prince var stigahæstur með 26 stig og meistararnir eru greinilega að komast í gírinn fyrir lokaátökin. Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.Phoenix Suns heimsóttu hið skyndilega sjóðheita lið Golden State Warriors og lágu í valnum, 127-119. Warriors, sem eiga enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina síðar í mánuðinum, hafa öllum á óvart nú sigrað í 11 af síðustu 12 leikjum sínum og í nótt kafsigldu þeir feyknasterkt lið Phoenix með þriggja stiga skotum. Warriors settu 18 slík úr 35 tilraunum og jöfnuðu félagsmetið með flestum þriggja stiga skotum í einum leik. Þeir Mickael Pietrus og Mike Dunleavy voru stigahæstir í liðinu með 28 stig hvor og Baron Davis var stutt frá þrennunni með 15 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire allt í öllu og skoraði 44 stig og hirti 16 fráköst. Phoenix er engu að síður í efsta sæti í Vesturdeildinni og eru í raun sjálfum sér verstir með að halda því fram að úrslitakeppninni. Önnur gríðarlega óvænt úrslit urðu þegar heillum horfið lið Los Angeles Lakers gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Seattle Supersonics á útivelli, 117-94. Kobe Bryant skoraði mest gestanna eða 42 stig, en Lakers hafa að litlu sem engu að keppa það sem eftir lifir tímabils, enda dottnir út úr myndinni í úrslitakeppninni. Ray Allen var stigahæstur heimamanna með 30 stig, en þeir eiga sæti sitt víst í úrslitakeppninni. Miami Heat gengur illa í fjarveru Shaquille O´Neal vegna meiðsla og í nótt töpuðu þeir illa fyrir Memphis Grizzlies, 97-81. Dwayne Wade var stigahæstur hjá Heat með aðeins 16 stig, en hjá Memphis var Mike Miller með 30 stig. Philadelphia eru komnir í 7. sæti í Austurdeildinni með góðum sigri á Cleveland, 103-98 og eru liðin nú með jafna stöðu, en Philadelphia hefur haft betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Allen Iverson hafði aldrei þessu vant hægt um sig í stigaskorun og endaði með 23 stig, en setti persónulegt met með 16 stoðsendingum í leiknum. Iverson lék tognaður á báðum þumalfingrum í leiknum og hitti aðeins úr 9 af 30 skotum utan af velli, en það kom ekki í veg fyrir að hann tryggði liði sínu sigur með skoti í lokin. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland og skoraði 37 stig, hirti 13 fráköst, átti 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Lið hans er þó heillum horfið þessa dagana, ekki síst vegna meiðsla miðherja síns Zydrunas Ilgauskas. Minnesota Timberwolves töpuðu á heimavelli fyrir Denver Nuggets 107-105 og nú getur ekkert annað en kraftaverk orðið til þess að þeir nái í úrslitakeppnina, sem er nokkuð sem enginn hefði vogað sér að spá fyrir tímabilið, því margir vildu meina að liðið færi alla leið í úrslitin. Denver er aftur á móti heitasta liðið í NBA og hafa unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum. Carmelo Anthony var stigahæstur gestanna í Denver með 26 stig, en hjá Minnesota var Sam Cassell atkvæðamestur í sóknarleiknum með 27 stig, en hitti ekki úr skoti sínu á lokasekúndunum sem hefði geta tryggt Wolves sigurinn. Sacramento Kings tryggðu sig í úrslitakeppnina í nótt þegar þeir lögðu heillum horfið lið Portland Trailblazers, 119-115, þar sem Peja Stojakovic skoraði mest, 35 stig. Meistarar Detroit Pistons unnu sinn 5. leik í röð þegar þeir lögðu Orlando 114-102. Tyshaun Prince var stigahæstur með 26 stig og meistararnir eru greinilega að komast í gírinn fyrir lokaátökin.
Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira