Það kemur ekkert lengur á óvart 13. október 2005 19:01 Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag. "Það kemur ekkert lengur á óvart í leikjum þessara liða. Þeir hafa verið gífurlega harðir og ég skal viðurkenna að ég hef oft séð betri körfubolta í lokaúrslitum heldur en núna. Harkan er hins vegar slík að mistökin sem leikmenn, ritarar og dómarar hafa gert eru fylgifiskar hennar. Það eykur dramatíkina að þessi lið mætust líka í lokaúrslitunum í fyrra og það er alveg ljóst að það er grunnt á því góða á milli félaganna," sagði Friðrik Ingi. Aðspurður um fjórða leikinn sagði Friðrik Ingi að það skipti öllu máli hvernig leikmenn Snæfells mæta til leiks. "Ég veit að þeir eru reiðir eftir þriðja leikinn þar sem þeir hefðu getað unnið og það getur brugðið til beggja vona hjá þeim. Þeir mæta dýrvitlausir og það gæti allt sprungið út og leikmenn liðsins spili eins og englar. Aftur á móti gæti reynsluleysi liðsins í leikjum eins og þessum gert það að verkum að leikmennirnir mæti of æstir og of ákafir. Snæfellsliðið þarf að stjórna hraðanum í leiknum og reyna að fækka mistökum í sókninni. Um leið og þeim tekst það þá koma þeir í veg fyrir að Keflavík nái hröðum sóknum. Keflavíkurliðið hefur átt erfitt með að skora gegn uppstilltri vörn og ég held að þetta sé lykilinn hjá Snæfell," sagði Friðrik Ingi. Um Keflvíkinga sagði Friðrik Ingi að þeir mættu pressulausir til leiks í dag. "Þeir vita að þeir eiga alltaf fimmta leikinn eftir á heimavelli og því geta þeir mætt tiltölulega afslappaðir til leiks. Þeir eru hins vegar farnir að lykta af titlinum og hafa löngum sýnt að þeir eru mjög góðir í þeirri stöðu. Ég hallast samt að sigri Snæfells í leiknum og vonast til að fá fimmta leikinn í Keflavík," sagði Friðrik Ingi. Leikurinn verður sýndur í beinn útsendingu á Sýn kl. 14 í dag. Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag. "Það kemur ekkert lengur á óvart í leikjum þessara liða. Þeir hafa verið gífurlega harðir og ég skal viðurkenna að ég hef oft séð betri körfubolta í lokaúrslitum heldur en núna. Harkan er hins vegar slík að mistökin sem leikmenn, ritarar og dómarar hafa gert eru fylgifiskar hennar. Það eykur dramatíkina að þessi lið mætust líka í lokaúrslitunum í fyrra og það er alveg ljóst að það er grunnt á því góða á milli félaganna," sagði Friðrik Ingi. Aðspurður um fjórða leikinn sagði Friðrik Ingi að það skipti öllu máli hvernig leikmenn Snæfells mæta til leiks. "Ég veit að þeir eru reiðir eftir þriðja leikinn þar sem þeir hefðu getað unnið og það getur brugðið til beggja vona hjá þeim. Þeir mæta dýrvitlausir og það gæti allt sprungið út og leikmenn liðsins spili eins og englar. Aftur á móti gæti reynsluleysi liðsins í leikjum eins og þessum gert það að verkum að leikmennirnir mæti of æstir og of ákafir. Snæfellsliðið þarf að stjórna hraðanum í leiknum og reyna að fækka mistökum í sókninni. Um leið og þeim tekst það þá koma þeir í veg fyrir að Keflavík nái hröðum sóknum. Keflavíkurliðið hefur átt erfitt með að skora gegn uppstilltri vörn og ég held að þetta sé lykilinn hjá Snæfell," sagði Friðrik Ingi. Um Keflvíkinga sagði Friðrik Ingi að þeir mættu pressulausir til leiks í dag. "Þeir vita að þeir eiga alltaf fimmta leikinn eftir á heimavelli og því geta þeir mætt tiltölulega afslappaðir til leiks. Þeir eru hins vegar farnir að lykta af titlinum og hafa löngum sýnt að þeir eru mjög góðir í þeirri stöðu. Ég hallast samt að sigri Snæfells í leiknum og vonast til að fá fimmta leikinn í Keflavík," sagði Friðrik Ingi. Leikurinn verður sýndur í beinn útsendingu á Sýn kl. 14 í dag.
Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira