Brýtur blað í sögunni 13. október 2005 19:01 Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira