Spennuþrungið í Stykkishólmi 4. apríl 2005 00:01 Snæfell tók á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Keflavík vann fyrsta leikinn og því lykilatriði fyrir Snæfellinga að fara með sigur af hólmi. Það hafðist eftir mikla baráttu og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Lokatölur urðu 97-93. Snæfell byrjaði betur, leitaði meira inn í teiginn en í fyrsta leiknum og ef til tvídekkunar kom rataði boltinn til bakvarða Snæfells sem nýttu færin vel. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 9 af fyrstu 17 stigum Snæfells sem náði mest 10 stiga forystu í fyrsta fjórðung. Gestirnir áttu erfitt uppdráttar gagnvart varnarleik Snæfells til að byrja með en voru þó aldrei langt undan. Snæfellingar misstu einbeitinguna um stundarsakir, Keflavík hjó í muninn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-24. Það tók Keflavík innan við mínútu að ná forystunni í öðrum fjórðungi. Elentínus Margeirsson kom inn á hjá Keflvíkingum, spilaði sterka vörn og barði sína menn áfram. Þá var Gunnar Einarsson drjúgur og skoraði nokkrar góðar körfur. Leikurinn hélst nokkuð jafn á þessum tíma og staðan í leikhléi var 44-42 Snæfelli í vil. Snæfell hóf seinni hálfleikinn með 9-2 áhlaupi og jók forystuna í 7 stig. Töluverður hiti færðist í leikinn um miðjan þriðja fjórðung og voru bæði lið föst fyrir í vörninni. Nick Bradford átti margar laglegar hreyfingar þar sem hann sneri á vörn Snæfells, gríðarlega fjölhæfur leikmaður þar á ferð sem lætur sér ekki nægja að gleðja áhorfendur með þristum, troðslum og sendingum heldur samkjaftar allan leikinn, bæði við áhorfendur og leikmenn. Keflavík náði mest 8 stiga forystu í þriðja fjórðung. Staðan eftir þriðja, 68-73. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Mike Ames kom Snæfelli einu stigi yfir, 92-91, þegar ein mínúta og 20 sekúndur voru til leiksloka. Gunnar Einarsson kom Keflavík yfir úr hraðaupphlaupi. Þegar hálf mínúta var eftir skoraði Sigurður Þorvaldsson þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 95-93. Magnúsi Gunnarssyni voru mislagðar hendur þegar Keflvíkingar gerðu tilraun til að jafna leikinn og Sverrir Þór Sverrisson braut á Ames þegar 16 sekúndur voru eftir. Lokatölur urðu 97-93. „Þetta var hörkubaráttuleikur og þeir unnu. Gott hjá þeim. Við vorum óheppnir í lokin og þetta hefði getað dottið okkar megin. Við vorum ekki nógu skynsamir á síðustu sekúndum en svona er þetta bara," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. „Þetta var baráttuleikur út í gegn og mér fannst menn vera mjög einbeittir þó þetta hafi ekki allt rúllað fyrir okkur. Þetta var hörkuleikur í hörkueinvígi og við spiluðum vel í kvöld. Við vorum afslappaðri í þessum leik og við ætlum að halda því áfram." Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Snæfell tók á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Keflavík vann fyrsta leikinn og því lykilatriði fyrir Snæfellinga að fara með sigur af hólmi. Það hafðist eftir mikla baráttu og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Lokatölur urðu 97-93. Snæfell byrjaði betur, leitaði meira inn í teiginn en í fyrsta leiknum og ef til tvídekkunar kom rataði boltinn til bakvarða Snæfells sem nýttu færin vel. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 9 af fyrstu 17 stigum Snæfells sem náði mest 10 stiga forystu í fyrsta fjórðung. Gestirnir áttu erfitt uppdráttar gagnvart varnarleik Snæfells til að byrja með en voru þó aldrei langt undan. Snæfellingar misstu einbeitinguna um stundarsakir, Keflavík hjó í muninn og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-24. Það tók Keflavík innan við mínútu að ná forystunni í öðrum fjórðungi. Elentínus Margeirsson kom inn á hjá Keflvíkingum, spilaði sterka vörn og barði sína menn áfram. Þá var Gunnar Einarsson drjúgur og skoraði nokkrar góðar körfur. Leikurinn hélst nokkuð jafn á þessum tíma og staðan í leikhléi var 44-42 Snæfelli í vil. Snæfell hóf seinni hálfleikinn með 9-2 áhlaupi og jók forystuna í 7 stig. Töluverður hiti færðist í leikinn um miðjan þriðja fjórðung og voru bæði lið föst fyrir í vörninni. Nick Bradford átti margar laglegar hreyfingar þar sem hann sneri á vörn Snæfells, gríðarlega fjölhæfur leikmaður þar á ferð sem lætur sér ekki nægja að gleðja áhorfendur með þristum, troðslum og sendingum heldur samkjaftar allan leikinn, bæði við áhorfendur og leikmenn. Keflavík náði mest 8 stiga forystu í þriðja fjórðung. Staðan eftir þriðja, 68-73. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Mike Ames kom Snæfelli einu stigi yfir, 92-91, þegar ein mínúta og 20 sekúndur voru til leiksloka. Gunnar Einarsson kom Keflavík yfir úr hraðaupphlaupi. Þegar hálf mínúta var eftir skoraði Sigurður Þorvaldsson þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 95-93. Magnúsi Gunnarssyni voru mislagðar hendur þegar Keflvíkingar gerðu tilraun til að jafna leikinn og Sverrir Þór Sverrisson braut á Ames þegar 16 sekúndur voru eftir. Lokatölur urðu 97-93. „Þetta var hörkubaráttuleikur og þeir unnu. Gott hjá þeim. Við vorum óheppnir í lokin og þetta hefði getað dottið okkar megin. Við vorum ekki nógu skynsamir á síðustu sekúndum en svona er þetta bara," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. „Þetta var baráttuleikur út í gegn og mér fannst menn vera mjög einbeittir þó þetta hafi ekki allt rúllað fyrir okkur. Þetta var hörkuleikur í hörkueinvígi og við spiluðum vel í kvöld. Við vorum afslappaðri í þessum leik og við ætlum að halda því áfram."
Körfubolti Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira